Mikil tímamót í sögu SSVR

Nú eru að verða mikil tímamót í sögu Styrktar- og sjúkrasjóðs verslunarmanna í Reykjavík. Sjóðurinn verður 150 ára þann 24. nóvember 2017 og er elsti starfandi líknarsjóður á Íslandi.

Það er nú þegar hafinn undirbúningur að því að fagna þessum merku tímamótum á viðeigandi hátt. Akademía hefur verið stofnuð sem hefur það verkefni að safna fjármunum til veglegra styrkveitinga á afmælisárinu. Hún ákvað að stefna að því að safna allt að 30 milljónum króna til þess að endurnýja tækjakost Reykjalundar til heilsueflingar og færa til nútímans. Söfnunin er hafin og þegar hafa safnast rúmlega fimm milljónir króna. Einnig er gert ráð fyrir að HL-stöðin njóti góðs af söfnuninni en þangað fara sjúklingar af Reykjalundi oft til frekari endurhæfingar eftir útskrift. Formaður Akademíunnar er Bjarni Ingvar Árnason.

Sjóðurinn hefur þegar gefið Reykjalundi tæki að verðmæti um 5 milljónir króna í tilefni af afmælinu og HL stöðinni búnað fyrir um 1,5 milljónir.

Einnig er unnið að útgáfu afmælisbókar þar sem farið er yfir starfsemi sjóðsins á liðnum árum. Þannig rit voru gefin út á 50, 75 og 100 ára afmælunum. Formaður ritnefndar er Ásgeir Ásgeirsson.

Fjárhagsstaða sjóðsins er góð. Það hefur einnig orðið töluverð fjölgun félaga en þeir eru nú um 180 talsins en mættu gjarnan vera fleiri. Við gerum ráð fyrir að halda aðalfund í tengslum við hátíðarhöldin á afmælisdaginn en meira um það síðar.

Það er býsna merkilegt að tilheyra félagsskap sem að verða 150 ára gamall og starfar enn af krafti að líknarmálum. Það þarf þó mikið til að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur og nauðsynlegt að leggja saman krafta okkar. Bónarbréf sem notað er í söfnuninni fylgir þessu fréttabréfi ef félagar geta notað það til að hjálpa til við söfnunina. 

Aðalfundur Styrktar- og sjúkrasjóðs verzlunarmanna í Reykjavík árið 2016.

Fundurinn var haldinn í Perlunni, 5 hæð, laugardaginn 12. mars 2016 og hófst kl. 12.00. Mættir voru rúmlega 30 félagar.

Ásbjörn Einarsson, formaður sjóðsins, setti fundinn og bauð gest fundarins Ásdísi Kristjánsdóttur, forstöðusjúkraþjálfara á Reykjalundi, sérstaklega velkomna.

Bjarni I. Árnason var kjörinn fundarstjóri og Jón Á. Ágústsson fundarritari.

Formaður flutti skýrslu stjórnar og kom þar m.a. fram að félagar sjóðsins væru um 140 en gera þyrfti átak til þess að fjölga þeim. Hann ræddi einnig um 150 ára afmæli sjóðsins á árinu 2017 og hvað væri í undirbúningi fyrir þau merku tímamót. Þar ber hæst veglega tækjagjöf til Reykjalundar og útgáfu afmælisrits eins og á 50, 75 og 100 ára afmælum sjóðsins.

Stefán Sigurðsson, gjaldkeri, greindi frá ársreikningi fyrir árið 2015. Þar kom fram að fjárhagur sjóðsins væri góður. Eru eignir í Arionbanka um kr. 30 milljónir.

Gengið var til stjórnarkjörs. Tillaga fráfarandi stjórnar var samþykkt samhljóða. Formaður var kjörinn Ásbjörn Einarsson og aðrir stjórnarmenn Bjarni I. Árnason, Hrafn Magnússon, Stefán Sigurðsson og Jón Á. Ágústsson. Í varastjórn eru Ásgeir Ásgeirsson, Erlingur Leifsson og Friðbert Pálsson.

Gestur fundarins Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðusjúkraþjálfari, sagði frá fyrsta hluta tækjagjafar sjóðsins til Reykjalundar í tilefni af 150 ára afmælinu. Tækið sem gefið var heitir fjölþjálfi og endurhæfing Reykjalundar fékk það til afnota í lok árs 2015. Ásdís sagði mikla ánægju með tækið og lýsti öðrum tækjum sem mikil þörf væri á til þess að auðvelda endurhæfingarstarfið.

Ásgeir Ásgeirsson sagði frá útgáfu afmælisrits SSVR sem fyrirhugað er gefa út á 150 ára afmælinu árið 2017. Einnig sagði Ásgeir fróðlegar sögur frá aðdraganda stofnunar sjóðsins og starfseminni á seinni hluta 19 aldar. Nefndi hann sérstaklega þátt Ditlev Thomsen í starfi sjóðsins á þessu árum.

Bjarni I. Árnason gerði grein fyrir stofnun nýrrar Akademiu til þess að vinna að fjáröflun vegna gjafakaupa á afmælisárinu og hvatti menn til dáða í fjáröfluninni.

Formlegum fundi var slitið kl. 13.30 er flestir fundarmenn sátu áfram um stund og ræddu málin

Jón Á. Ágústsson, fundarritari.

Reykjalundur fékk veglega gjöf, Fjölþjálfa – Nustep T5

Ásbjörn Einarsson, formaður SSVR, afhendir Ásdísi Kristjánsdóttur, Reykjalundi tækið.
Ásbjörn Einarsson, formaður SSVR, afhendir Ásdísi Kristjánsdóttur, Reykjalundi tækið.

Styrktar- og sjúkrasjóður verzlunarmanna í Reykjavík hefur gefið Reykjalundi veglega gjöf, Fjölþjálfa – Nustep T5. Fjölþjálfinn er staðsettur í færnissal Sjúkraþjálfunardeildar á þriðju hæð í Þjálfunarhúsi Reykjalundar og mun nýtast vel til úthaldsþjálfunar hjá mjög breiðum hópi skjólstæðinga Reykjalundar. Formleg afhending fór fram í Perlunni síðastliðinn laugardag.

Fréttabréf 20. febrúar 2016

Boðað er til aðalfundar sjóðsins í Perlunni, 5. hæð, laugardaginn 12. mars kl. 12.00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður boðið upp á léttan hádegisverð. Félagar eru hvattir til að mæta.

Ágætu félagar í Styrktar- og sjúkrasjóði verzlunarmanna í Reykjavík.

Á síðasta aðalfundi var kosin ný stjórn sjóðsins. Formaður er Ásbjörn Einarsson og aðrir stjórnarmenn Bjarni I. Árnason, Hrafn Magnússon, Jón Á. Ágústsson og Stefán Sigurðsson. Í varastjórn voru kosnir Guðmundur Ágústsson, Haukur Leósson og Leifur Aðalsteinsson. Nú nálgast mikil tímamót í sögu sjóðsins. Sjóðurinn verður 150 ára þann 24. nóvember 2017. Það er því tímabært að fara að vinna að verkefnum til þess að fagna þeim merku tímamótum á viðeigandi hátt.

NuStep T5Það er búið að stofna Akademíu sem hefur það verkefni að safna fjármunum til veglegra styrkveitinga á afmælisárinu. Á 140 ára afmælinu voru flest æfingatæki í þjálfunarsal á Reykjalundi endurnýjuð og síðan hefur sjóðurinn lagt lið því góða starfi sem þar fer fram á ýmsan hátt. Nú síðast í desember 2015 gáfum við Reykjalundi nýjan NuStep fjölþjálfa að verðmæti kr. 1.800.000 og er það fyrsta styrkveitingin í tilefni af 150 ára afmælinu. Formaður Akademíunnar er Bjarni I. Árnason.

Það er hefð fyrir því að gefa út rit á stórafmælum þar sem farið er yfir starfsemi sjóðsins á liðnum árum. Þannig rit voru gefin út á 50, 75 og 100 ára afmælum sjóðsins en úrdrátt úr þeim má finna á heimasíðu sjóðsins www.ssvr.is. Það er því skylda okkar að gefa út 150 ára söguna á afmælisárinu og er undirbúningur þess þegar hafinn. Formaður ritnefndar er Ásgeir Ásgeirsson. Fjárhagsstaða sjóðsins er góð en við eigum um kr. 30.000.000 í sjóði.

Sjóðurinn er elsti starfandi líknarsjóður á Íslandi og félagar eru nú um 140 talsins.

Til þess að auðvelda aðgengi og koma fréttum fljótt og vel á framfæri til ykkar á komandi tímamótum er nauðsynlegt að afla netfanga allra sjóðsfélaganna. Nú á næstu vikum munu stjórnarmenn hafa samband við ykkur til að afla netfanganna og biðjum við ykkur vinsamlegast að bregðast vel við.

Við teljum það býsna merkilegt að tilheyra félagsskap sem er senn bráðum 150 ára gamall og starfar enn að líknarmálum af krafti. Þeir félagar sem hafa áhuga á að taka virkan þátt í verkefnum tengdum afmælisári eða vilja koma með hugmyndir að nýjum verkefnum eru beðnir að hafa samband við undirritaðan.

Með bestu kveðjum,
Ásbjörn Einarsson, formaður SSVR.
asbjorn@tpostur.is

Aðalfundur 2015

Aðalfundur Styrktar og sjúkrasjóðs verzlunarmanna í Reykjavík árið 2015

Fundarstaður: Perlan, Öskjuhlíð.
Tími: Hádegi, laugardaginn 11.4.2015.

Mættir úr stjórn voru Guðmundur Geir Gunnarsson formaður, Erlingur Leifsson, Jón Magnússon og Viðar Böðvarsson sem ritaði fundinn vegna fjarvista Guðjóns Guðmundssonar ritara stjórnar.

Eftir ljúffengan hádegisverð í boði Perlunnar var gengið til dagskrár. Fundarstjóri var skipaður Bjarni Ingvar Árnason.

Formaður flutti skýrslu stjórnar. Gerði hann grein fyrir því að Reykjalundur hefði notið styrkja sjóðsins á tímabilinu og mælti með að þannig yrði áfram.

Þá flutti formaður skýrslu gjaldkera þar sem gjaldkeri, Guðmundur Reykjalín, var fjarverandi. Reikningarnir voru því næst bornir upp til samþykktar. Voru þeir samþykktir samhljóða.

Næst á dagskrá var kosning stjórnar en núverandi stjórnarmenn höfðu allir ákveðið að gefa ekki kost á sér að nýju. Ásbjörn Einarsson var kosinn formaður með lófataki. Aðrir í stjórn, einnig kosnir með lófataki, voru Bjarni Ingvar Árnason, Stefán Sigurðsson, Jón Árni Ágústsson, Hrafn Magnússon og til vara Haukur F. Leósson, Leifur Aðalsteinsson og Guðmundur Ágústsson.

Guðmundur Jóelsson og Viðar Böðvarsson voru samþykktir sem skoðunarmenn reikninga.

Ásbjörn Einarsson, nýkjörinn formaður SSVR, ávarpaði fundinn og þakkaði það traust sem honum og öðrum nýkjörnum stjórnarmönnum væri sýnt. Þá þakkaði hann fráfarandi stjórn vel unnin störf í þágu sjóðsins og fjallaði einnig um framtíðarverkefni sem bíða úrlausnar, þar á meðal 150 ára afmæli sjóðsins árið 2017. Um 25 manns mættu á fundinn og spjölluðu menn saman á léttum nótum um stund eftir að fundi var slitið.

Aðalfundur 2013

Aðalfundur Styrktar- og sjúkrasjóðs Reykjavíkur var haldinn á 5. hæð í Perlunni fimmtudaginn 8. maí 2013, á 146. starfsári sjóðsins.

Formaður sjóðsins, Bjarni Ingvar Árnason, setti fundinn kl. 12:15 og bauð menn velkomna til hádegisverðar í boði sjóðsins og Veitingahússins Perlunnar. Gestir fundarins voru frá Reykjalundi þau Dagný Erna Lárusdóttir- formaður stjórnar SÍBS og Birgir Gunnarsson-forstjóri Reykjalundar. Gerði Bjarni tillögu um fundarstjóra Ásgeir Gunnar Ásgeirsson og ritara Erling Viðar Leifsson ásamt Viðari Böðvarssyni og var það samþykkt.

Ásgeir gekk til dagskrár og fram fóru hefðbundin aðalfundarstörf:

 1. Skýrsla formanns
 2. Skýrsla gjaldkera
 3. Reikningar bornir upp til samþykktar
 4. Kosning stjórnar
 5. Kosning skoðunarmanna reikninga
 6. Önnur mál

Í skýrslu formanns mæltist honum svo:

“Ég gat þess á aðalfundi okkar í fyrra að borðbæn okkar við stjórnarborðið hefði gjarnan verið um hve vel okkur lánaðist í „hruninu“ að eignir sjóðsins guldu ekki afhroð sem víða reyndist. Ítreka hér að þessi ágæta borðbæn skipar enn þann sess hjá okkur. Við höfum haldið okkur við raunsæi í fjárgæslu, þá höfum við ekki tekið nein stór skref í styrkveitingum þótt til okkar hafi verið leitað. Má þar ma. segja að ekki hafi verið um nógu vel ígrunduð mál að ræða, margir komið að málum og málefnin verið misjöfn. Ég er ekki þar með lasta það sem í boði var, en okkur þótti rétt að halda að okkur höndum. Þar með er ekki sagt að sjóðurinn hafi ekki látið gott af sér leiða í ár – síður en svo.

Einmitt um þessar mundir erum við að færa Reykjalundi að gjöf húsbúnað að verðmæti vel á 3ju milljón króna, sem kemur sér vonandi vel þar efra.

Reykjalundur er í miklu uppáhaldi hjá SSVR, við höfum áður varið afrakstri af Akademíu söfnunum sem fram hafa farið á vegum okkar til verkefna á endurhæfingasviði Reykjalundar. Við höfum einmitt fundið fyrir því þeli þar efra og árangri, sem menn gjarnan vilja sjá – þannig að góð verk verði til góðs.

Það er því ekki að ófyrirsynju að við teljum Reykjalund vera hinn kjörna vettvang fyrir SSVR amk. eins og sakir standa.

Stjórn SSVR hittist reglubundið á starfsárinu, málefnin á dagskrá eru jafnan svipuð ár frá ári eða hagur sjóðsins í nútíð og framtíð.

Okkur er einnig tíðrætt um fortíðina, en því er ekki að leyna að nær 150 ára samfelld saga sjóðsins er einsdæmi í þjóðfélagi okkar, þótt vissulega séu verkefnin harla ólík þeim sem á borðum voru í öndverðu, þegar árstillegg félaganna voru tvær spesíur eða 2 silfur ríkisdalir, sem nú væru ígildi 14 potta af úrvals-góðu brennivíni.

Því er ekki að leyna að menn eru stoltir af því sem liðið er hvað sögu sjóðsins varðar. En við skulum líka minnast þess að litlu munaði þegar til stóð að leggja sjóðinn niður og færa eignirnar undir Elli og dvalarheimilið Grund árið 1963. Nú eru liðin 50 ár frá þessum hremmingum, en sem betur fer varð ekki af því, þökk sé þeim sem mátu stöðuna rétt og létu athafnir ráða undir traustri forystu Gunnars Magnússonar síðar formanns SSVR, slíkt sem þetta má ekki gerast – aldrei.

Það eru ákveðin tímamót hjá sumum okkar í stjórn sjóðsins, fráfarandi stjórn undir formennsku minni hefur nú starfað saman um allangt skeið eða í 10 ár að telja. Jafnan hefur verið góð sátt við stjórnarborðið og vil ég þakka stjórnarmönnum öllum sem einum fyrir góða og málefnalega vinnu allan þann tíma.

Nú koma nýjir menn inn í stjórnina með nýja vendi í farteskinu og við væntum að sjálfsögðu mikils af þeim. Á 140 ára afmæli sjóðsins 2007 kom fram í skýrslu stjórnar að formaðurinn vænti þess að á 150 afmælisárinu 2017 gætu eignir sjóðsins numið kr. 50. milljónum sagt og skrifað. Þetta er alls ekki svo fráleitt ef vel er á haldið og mundi tvímælalaust færa sjóðinn á annað tilvistarstig með verkefni sín. Það er því ærinn starfi framundan og eins gott að láta hendur standa fram úr ermum. Við sem göngum nú úr stjórninni erum nokkuð sáttir við stöðu sjóðsins, auðvitað vildum við að félagatalið væri fjölmennara en raun ber vitni, en grunnurinn er fyrir hendi til góðra verka í framtíðinni.

Það er til siðs að minnast látinna félaga, bið ég ykkur að rísa úr sætum og minnast þeirra með virðingu – í þögn.

Að lokum vil ég þakka það traust sem þið félagar í SSVR hafið sýnt mér með því að treysta mér til að gegna formannsembættinu undanfarin 10 ár, það hefur verið ljúft verk og gefandi í alla staði og þakkar vert að koma að”.

Í lok ræðu sinnar þakkaði hann meðstjórnendum sínum samstarfið.

Fundarstjóri bar skýrslu formanns upp til umræðu og var hún samþykkt samhljóða.

Því næst var komið að skýrslu gjaldkera.

Las Ásbjörn Einarsson upp niðurstöður reikninga fyrir starfsárið 2012 (1. janúar – 31. desember, 2010).

Þar kom fram að rekstrartekjur námu kr. 2.578.641,-. Rekstrargjöld voru kr. 226.826,-. Eignir voru kr. 24.833.308,- þar af óráðstafað eigið fé frá fyrra.ári kr. 22.481.493,- og hagnaður fluttur af rekstrarreikningi kr. 2.351.815,- .

Kjörnir skoðunarmenn reikninga höfðu samþykkt og áritað reikningana.

Voru reikningarnir bornir upp og samþykktir samhljóða.

Kosning stjórnar var næst á dagskrá. Það lá fyrir að umtalsverðar breytingar yrðu á stjórninni þar sem formaður, ritari, gjaldkeri ásamt hluta meðstjórnenda og varameðstjórnenda myndu nú draga sig úr stjórn.

Fyrst skyldi kjósa nýjan formann. Stungið var upp á Guðmundi Geir Gunnarssyni, forstjóra, og var það samþykkt samljóða. Um ritara kom fram tillaga um Guðjón Guðmundsson, ráðgjafa, og var hún samþykkt samljóða. Um gjaldkera kom fram tillaga um Guðmund Reykjalín, viðskiptafræðing, og var hún samþykkt samljóða. Meðstjórnendur voru kjörnir þeir Viðar Böðvarsson og Friðbert Pálsson. Erlingur Viðar Leifsson, Þorlákur Lúðvíksson og Jón H. Magnússon voru kjörnir í varastjórn.

Skoðunarmenn reikninga voru endurkjörnir.

Þá tóku til máls gestir fundarins, þau Dagný Erla og Birgir. Birgir forstjóri Reykjalundar gerði grein fyrir starfi stofnunarinnar og hvernig starfsemi þar er háttað. Lýsti hann ánægju sinni og þakklæti vegna stuðnings sjóðsins við Reykjalund. Dagný Erla Lárusdóttir formaður stjórnar SÍBS ræddi stofnun Hollvinasamtaka Reykjalundar og lýsti því yfir að hún væri vongóð um gott samstarf við sjóðinn á þeim vettvangi.

Fundarstjóri Ásgeir Ásgeirsson kvaddi sér hljóðs og ræddi tvo menn, þá þekktu athafnamenn í veslunarstétt Ágúst Thomsen og Harald Árnason, og aðkomu þeirra að stofnun sjóðsins. Hann þakkaði einnig fráfarandi formannni, Bjarna Ingvari Árnasyni, vel unnin störf og risu menn úr sætum og klöppuðu fyrir honum. Bjarni þakkaði fyrir sig og lýsti ánægju með störf Fjárhagsráðs sem til hefði verið stofnað. Einnig lýsti hann ástæðum þess að leitað var til Guðmundar Geirs til að taka við formannsembættinu.

Guðmundur Geir formaður tók þá til máls, þakkaði fyrir sig og minnti á að stofnun sjóðsins er í raun grunnur að því samtryggingarkerfi sem þykir sjálfsagt í dag.

Haraldur Haraldsson tók næstur til máls og lýsti reynslu sinni sem vistmaður á Reykjalundi. Fundarstjóri sleit fundi kl. 13:20.

Fundinn sóttu 32 þar af tveir utan félags.

Aðalfundarboð

Þér er hér með boðið til hádegisverðar í tilefni aðalfundar Styrktar- og sjúkrasjóðs verzlunarmanna í Reykjavík sem verður haldinn í Perlunni, á 5. hæð, miðvikudaginn 8. maí 2013 kl. 12:00. Vinsamlega staðfestu mætingu þína til Stefáns í síma 56 20 200 eða með tölvupósti stefan@perlan.is

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf:

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
 2. Skýrsla formanns
 3. Skýrsla gjaldkera
 4. Reikningar bornir upp til samþykktar
 5. Kosning stjórnar
 6. Kosning skoðunarmanna reikninga
 7. Fortíð – framtíð
 8. Önnur mál

Við væntum góðra gesta sem taka til máls undir liðnum Fortíð – framtíð, en það eru þau Dagný Erna Lárusdóttir, stjórnarformaður Reykjalundar og Birgir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Reykjalundar. Þau munu skýra okkur frá þeirri reynslu og því gagni sem gjafir og stuðningur sem Styrktar- og sjúkrasjóður okkar til Reykjalundar hefur nýst til. Þau munu einnig fjalla um væntanlega stofnun Hollvinasamtaka Reykjalundar.

Sem oft endra nær, ætlar Styrktar- og sjúkrasjóðurinn nú að láta gott af sér leiða og verður Reykjalundi í maímánuði nk. færð húsgögn að gjöf að andvirði vel á þriðju milljón króna.

Stjórnin hvetur félagsmenn til að mæta á boðaðan aðalfund.

Reykjavík, 19. apríl 2013

Stjórn Styrktar- og sjúkrasjóðs verzlunarmanna í Reykjavík

Aðalfundur 2012

Aðalfundur Styrktar- og sjúkrasjóðs Reykjavíkur var haldinn á 5. hæð í Perlunni fimmtudaginn 24. maí 2012, á 145 starfsári sjóðsins.

Formaður sjóðsins, Bjarni Ingvar Árnason, setti fundinn kl. 12:15 og bauð menn velkomna til hádegisverðar í boði sjóðsins og Veitingahússins Perlunnar.

Gerði hann tillögu um fundarstjóra Ásgeir Gunnar Ásgeirsson og ritara Erling Viðar Leifsson og var það samþykkt.

Ásgeir gekk til dagskrár og fram fóru hefðbundin aðalfundarstörf:

 1. Skýrsla formanns
 2. Skýrsla gjaldkera
 3. Reikningar bornir upp til samþykktar
 4. Kosning stjórnar
 5. Kosning skoðunarmanna reikninga
 6. Önnur mál

Í skýrslu formanns lýst hann því starfi sem fram hefur farið frá síðasta aðalfundi og nefndi að sjóðurinn hefði einn fárra líknarfélaga hér á landi ekki tapað höfuðstól sínum að stórum hluta í kreppunni og kæmi þar til varkárni sem bæri að þakka þeim sem að komu.

Fór hann yfir það sem helst er rætt á stjórnarfundum, s.s. fjármálastöðu, félagafjölgun, væntanlegt 150 ára afmæli með útgáfu afmælisrits, verðuga, óumdeilanlega og framkvæmanlega tækjagjöf í tilefni afmælisins og annað tengt þeim merka atburði. Verkefnið þarf því að vera valið af kostgæfni svo hægt sé á ný að leita til styrkra bakhjarla. Gat hann síðan þeirra styrktarverkefna sem sjóðurinn með aðkomu sérstakrar Akademíu innan sjóðsins hefur skilað undanfarin 15 ár á fimm ára fresti.

Nefndi hann til með miklum þökkum þá styrktaraðila s.s. Pokasjóðs, Verslunarmannafélags Reykjavíkur, Eflingar stéttafélags, Eurocard og Visa, flestöll alvöru bifreiðaumboð á Íslandi og skipafélögin Eimskip og Samskip sem þar hafa að komið að með fjártillegg ásamt óeigingjörnum dugnaði þeirra sem setið hafa í Akademíunni hverju sinni.

Viðfangsefni næstu framtíðar væru stór og vel þyrfti að vanda til þannig að sem best tækist til.

Þá minntist hann látinna félaga og frú Maríu Guðmundsdóttur, ekkju okkar fyrri formanns, Ólafs Jenssonar og bað fundarmenn að heiðra minningu þeirra með því að standa upp úr sætum sínum.

Í lok ræðu sinnar þakkaði hann meðstjórnendum sínum samstarfið.

Fundarstjóri bar skýrslu formanns upp til umræðu og var hún samþykkt samhljóða.

Því næst var komið að skýrslu gjaldkera. Las Ásbjörn Einarsson fyrst upp niðurstöður reikninga fyrir starfsárið 2010 (1. janúar – 31. desember, 2010). Þar kom fram að rekstrartekjur námu kr. 1.730.944,-. Rekstrargjöld voru kr. 48.537,-. Eignir voru kr. 20.410.616,-  þar af óráðstafað eigið fé frá fyrra.ári kr. 18.728.209,- og hagnaður fluttur af rekstrarreikningi kr. 1.682.407,- .

Þá las hann einnig upp reikninga starfsársins 2011 (1. janúar – 31. desember, 2011) Þar kom fram að rekstrartekjur  námu kr. 2.129.900,-. Rekstrargjöld voru kr. 59.023,-. Eignir voru kr. 22.481.493,- þar af óráðstafað eigið fé frá fyrra ári kr. 20.410.616,- og hagnaður fluttur af rekstrarreikningi kr. 2.070.877,- .

Ekki  náðst í kjörna skoðunarmenn reikninga til að samþykkja og árita reikningana.

Voru reikningarnir bornir upp með þeim fyrirvörum og samþykktir samhljóða.

Kosning stjórnar var næst á dagskrá. Ritari gerði grein fyrir og kynnti þá stjórn sem starfaði og sem öll var í framboði til næstu stjórnar. Engin önnur framboð bárust og var því stjórnin sjálfkjörin.

Skipan hennar er að finna á heimasíðu sjóðsins, www.ssvr.is.

Skoðunarmenn reikninga voru einnig endurkjörnir.

Undir liðnum önnur mál kom fram fyrirspurn til formanns frá Sigtryggi Þór Eyþórssyni um geymslu gagna sjóðsins. Svarið var að þau eru í góðri geymslu í Perlunni.

Undir sérsök mál flutti Helgi Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítala, fundinum góðar kveðjur Guðmundar Vikars Einarssonar, læknis, sem tók við lasaertæki, sem notað er til blöðruhálsskurðlækninga, að gjöf frá sjóðnum til Landsspítalans fyrir 15 árum og hefur ávallt komið sér vel og staðið fyrir sínu.

Skýrði hann síðan frá stöðu krabbameinslækninga og –rannsókna og hvernig má ná betri undirtökum í þeim málum hér. Í samanburði þjóða standa Svíþjóð, Sviss og Ísland sig best, en við erum að falla úr meistaradeildinni þar sem mestu máli skiptir að hafa nána tengingu við bestu fræða- og rannsóknasetur heims. Þar kemur til

 1. stöðug þjálfun og endurnýjun fræða,
 2. besti tækjakostur og
 3. samhæfing innan heilbrigðiskerfisins og aðila utan kerfisins.

Karolinska Sjukhuset í Svíþjóð leggur áherslu á þjálfun þekkingar, besta tækjakost og aðgengi að lyfjum.

Helgi sagði: Okkur vantar umhverfið og erum með úreltan tækjakost til meðhöndlunar og greiningar. Og til stjórnmálamanna voru skilaboðin: Við (heilbrigðisstarfsfólk) viljum breyta því sem þið eruð að gera. Landspítalinn háskólasjúkrahús kallar á hjálp.

Þá sagði Pétur Hannesson, yfirlæknir geislagreiningar á Landspítala frá döprum fjárhag sem deildir Landspítalans hefðu úr að spila og lýsti í nokkru þeim tækjum sem sárlega vantar svo hægt sé að standa sig í þjónustu við krabbameinssjúka.

Jóhannes Jónsson, kaupmaður, lýst aðkomu sinni að störfum Akademíunnar fyrir 15 árum.

Einar Benediktsson fv. sendiherra og stjórnarmaður Framfarar, Krabbameinsfélags karla, rakti sögu félags síns og eigin reynslusögu og fór góðum orðum um kunnáttu og framkomu heilbrigðisstarfsfólks.

Jóhannes V Reynisson, skýrði stuttlega frá tilurð „Bláa naglans“, hugmyndinni og hvernig hún var virkjuð og um framhald hennar til frekari fjáröflunar.

Nokkrir aðrir tóku til máls um þau efni sem þarna komu fram.

Fundarstjóri sleit síðan fundi kl. 13:30.

Fundinn sóttu 34 þar af þrír utan félags.

Aðalfundur Styrktar- og sjúkrasjóðs Reykjavíkur var haldinn á 5. hæð í Perlunni fimmtudaginn 24. maí 2012, á 145 starfsári sjóðsins.

Formaður sjóðsins, Bjarni Ingvar Árnason, setti fundinn kl. 12:15 og bauð menn velkomna til hádegisverðar í boði sjóðsins og Veitingahússins Perlunnar.

Gerði hann tillögu um fundarstjóra Ásgeir Gunnar Ásgeirsson og ritara Erling Viðar Leifsson og var það samþykkt.

Ásgeir gekk til dagskrár og fram fóru hefðbundin aðalfundarstörf:

 1. Skýrsla formanns
 2. Skýrsla gjaldkera
 3. Reikningar bornir upp til samþykktar
 4. Kosning stjórnar
 5. Kosning skoðunarmanna reikninga
 6. Önnur mál

Í skýrslu formanns lýst hann því starfi sem fram hefur farið frá síðasta aðalfundi og nefndi að sjóðurinn hefði einn fárra líknarfélaga hér á landi ekki tapað höfuðstól sínum að stórum hluta í kreppunni og kæmi þar til varkárni sem bæri að þakka þeim sem að komu.

Fór hann yfir það sem helst er rætt á stjórnarfundum, s.s. fjármálastöðu, félagafjölgun, væntanlegt 150 ára afmæli með útgáfu afmælisrits, verðuga, óumdeilanlega og framkvæmanlega tækjagjöf í tilefni afmælisins og annað tengt þeim merka atburði. Verkefnið þarf því að vera valið af kostgæfni svo hægt sé á ný að leita til styrkra bakhjarla. Gat hann síðan þeirra styrktarverkefna sem sjóðurinn með aðkomu sérstakrar Akademíu innan sjóðsins hefur skilað undanfarin 15 ár á fimm ára fresti.

Nefndi hann til með miklum þökkum þá styrktaraðila s.s. Pokasjóðs, Verslunarmannafélags Reykjavíkur, Eflingar stéttafélags, Eurocard og Visa, flestöll alvöru bifreiðaumboð á Íslandi og skipafélögin Eimskip og Samskip sem þar hafa að komið að með fjártillegg ásamt óeigingjörnum dugnaði þeirra sem setið hafa í Akademíunni hverju sinni.

Viðfangsefni næstu framtíðar væru stór og vel þyrfti að vanda til þannig að sem best tækist til.

Þá minntist hann látinna félaga og frú Maríu Guðmundsdóttur, ekkju okkar fyrri formanns, Ólafs Jenssonar og bað fundarmenn að heiðra minningu þeirra með því að standa upp úr sætum sínum.

Í lok ræðu sinnar þakkaði hann meðstjórnendum sínum samstarfið.

Fundarstjóri bar skýrslu formanns upp til umræðu og var hún samþykkt samhljóða.

Því næst var komið að skýrslu gjaldkera. Las Ásbjörn Einarsson fyrst upp niðurstöður reikninga fyrir starfsárið 2010 (1. janúar – 31. desember, 2010). Þar kom fram að rekstrartekjur námu kr. 1.730.944,-. Rekstrargjöld voru kr. 48.537,-. Eignir voru kr. 20.410.616,-  þar af óráðstafað eigið fé frá fyrra.ári kr. 18.728.209,- og hagnaður fluttur af rekstrarreikningi kr. 1.682.407,- .

Þá las hann einnig upp reikninga starfsársins 2011 (1. janúar – 31. desember, 2011) Þar kom fram að rekstrartekjur  námu kr. 2.129.900,-. Rekstrargjöld voru kr. 59.023,-. Eignir voru kr. 22.481.493,- þar af óráðstafað eigið fé frá fyrra ári kr. 20.410.616,- og hagnaður fluttur af rekstrarreikningi kr. 2.070.877,- .

Ekki  náðst í kjörna skoðunarmenn reikninga til að samþykkja og árita reikningana.

Voru reikningarnir bornir upp með þeim fyrirvörum og samþykktir samhljóða.

Kosning stjórnar var næst á dagskrá. Ritari gerði grein fyrir og kynnti þá stjórn sem starfaði og sem öll var í framboði til næstu stjórnar. Engin önnur framboð bárust og var því stjórnin sjálfkjörin.

Skipan hennar er að finna á heimasíðu sjóðsins, www.ssvr.is.

Skoðunarmenn reikninga voru einnig endurkjörnir.

Undir liðnum önnur mál kom fram fyrirspurn til formanns frá Sigtryggi Þór Eyþórssyni um geymslu gagna sjóðsins. Svarið var að þau eru í góðri geymslu í Perlunni.

Undir sérsök mál flutti Helgi Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítala, fundinum góðar kveðjur Guðmundar Vikars Einarssonar, læknis, sem tók við lasaertæki, sem notað er til blöðruhálsskurðlækninga, að gjöf frá sjóðnum til Landsspítalans fyrir 15 árum og hefur ávallt komið sér vel og staðið fyrir sínu.

Skýrði hann síðan frá stöðu krabbameinslækninga og –rannsókna og hvernig má ná betri undirtökum í þeim málum hér. Í samanburði þjóða standa Svíþjóð, Sviss og Ísland sig best, en við erum að falla úr meistaradeildinni þar sem mestu máli skiptir að hafa nána tengingu við bestu fræða- og rannsóknasetur heims. Þar kemur til

 1. stöðug þjálfun og endurnýjun fræða,
 2. besti tækjakostur og
 3. samhæfing innan heilbrigðiskerfisins og aðila utan kerfisins.

Karolinska Sjukhuset í Svíþjóð leggur áherslu á þjálfun þekkingar, besta tækjakost og aðgengi að lyfjum.

Helgi sagði: Okkur vantar umhverfið og erum með úreltan tækjakost til meðhöndlunar og greiningar. Og til stjórnmálamanna voru skilaboðin: Við (heilbrigðisstarfsfólk) viljum breyta því sem þið eruð að gera. Landspítalinn háskólasjúkrahús kallar á hjálp.

Þá sagði Pétur Hannesson, yfirlæknir geislagreiningar á Landspítala frá döprum fjárhag sem deildir Landspítalans hefðu úr að spila og lýsti í nokkru þeim tækjum sem sárlega vantar svo hægt sé að standa sig í þjónustu við krabbameinssjúka.

Jóhannes Jónsson, kaupmaður, lýst aðkomu sinni að störfum Akademíunnar fyrir 15 árum.

Einar Benediktsson fv. sendiherra og stjórnarmaður Framfarar, Krabbameinsfélags karla, rakti sögu félags síns og eigin reynslusögu og fór góðum orðum um kunnáttu og framkomu heilbrigðisstarfsfólks.

Jóhannes V Reynisson, skýrði stuttlega frá tilurð „Bláa naglans“, hugmyndinni og hvernig hún var virkjuð og um framhald hennar til frekari fjáröflunar.

Nokkrir aðrir tóku til máls um þau efni sem þarna komu fram.

Fundarstjóri sleit síðan fundi kl. 13:30.

Fundinn sóttu 34 þar af þrír utan félags.

Aðalfundarboð

Aðalfundur Styrktar- og sjúkrasjóðs verzlunarmanna í Reykjavík verður haldinn í Perlunni, 5. hæð, fimmtudaginn 24. maí 2012 kl. 12:00. Hádegisverður verður í boði sjóðsins. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 56 20 200, eða með tölvupósti stefan@perlan.is

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf:

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
 2. Skýrsla formanns
 3. Skýrsla gjaldkera
 4. Reikningar bornir upp til samþykktar
 5. Kosning stjórnar
 6. Kosning skoðunarmanna reikninga
 7. Önnur mál

Síðan munu læknarnir, Guðmundur Vikar Einarsson og Helgi Sigurðsson, fjalla um Laser-skurðtækið sem SSVR gaf á 130 ára afmæli sínu þann 24. nóvember 1997 og afhent var Landsspítalanum í Reykjavík þann 1.október 1998. Munu þeir greina frá því hvernig tækið hefur reynst við aðgerðir á blöðruhálskrabbameinum og þeirri brýnu þörf sem nú er orðin á endurnýjun þess.

Rétt er að geta þess að SSVR verður 150 ára 2017 og erum við nú að huga að verðugu styrktarverkefni af því tilefni. Til greina kemur að það verði hér fundið, enda málið okkur verulega skylt.

Með því eflum við samheldni og vilja félagsmanna til að viðhalda þessum aldna sjóði okkar og nýta sem best þann dug til góðra verka sem hann getur lagt til með aldri sínum og sögu.

Um leið og stjórnin hvetur félagsmenn til að mæta á komandi aðalfund þá vill hún geta þess með ánægju að félögum hefur fjölgað umtalsvert.

Stjórn Styrktar- og sjúkrasjóðs verzlunarmanna í Reykjavík

Aðalfundur 2010

Aðalfundur SSVR var haldinn í Perlunni 18. maí 2010 kl. 17:45

Formaður, Bjarni Ingvar Árnason, setti fundinn, gekk til dagskrár og lagði til að Ásbjörn Einarsson yrði kjörinn fundarstjóri og Erlingur Leifsson fundarritari. Fundarmenn samþykktu tillöguna. Formaður flutti skýrslu sína og minnti á að SSVR væri elsta starfandi líknarfélag landsins og héldi nú sinn 143. aðalfund. Benti hann á samfellda skráða sögu sjóðsins í heimildabókum sem lágu frammi til sýnis. Formaður ásamt Ásgeiri Ásgeirssyni sóttu þessar bækur með harðfylgi í bankahólf Íslandsbanka á Kirkjusandi. Eru nú heimildirnar á leiðinni í opinbera geymslu og verðuga vörslu.

Stjórn sjóðsins hélt nokkra stjórnarfundi á árinu. Snerust störf stjórnar allnokkuð um fjármál sjóðsins og afhroð í kjölfar bankahrunsins. Sjóðurinn hefur haldið að sér höndum varðandi styrkveitingar og útgjöld af þesssum ástæðum. Nú þarf með bjartsýnina að vopni að ráðast í fjölgun félaga og virkja nefnd innan sjóðsins í það mál. Að lokum þakkaði Bjarni öllum samstarfsmönnum innan stjórnar gott og ánægjulegt samstarf á árinu, sérstaklega þó Sveinbirni Lárussyni, sem nú víkur setu við stjórnarborðið.

Gjaldkeri, Ásbjörn Einarsson, las upp reikninga sjóðsins og skýrði. Nam nú heildareign í lok reikningsársins (1.janúar – 31. desember 2009) kr. 18.728.209.

Stjórnarkjör var samþykkt einróma samkvæmt þeim tillögum sem fram komu, þ.e. sama stjórn með breytingu í stað Sveinbjarnar, en í hans stað var kjörinn Magnús E. Kristjánsson.

Stjórn SSVR skipa því:

 • Bjarni Ingvar Árnason, formaður
 • Erlingur Viðar Leifsson, ritari
 • Ásbjörn Einarsson, gjaldkeri
 • Viðar Böðvarsson, meðstjórnandi
 • Stefán Sigurðsson, meðstjórnandi
 • Þorlákur Lúðvíksson, varastjórn
 • Ásgeir Ásgeirsson, varastjórn
 • Magnús E. Kristjánsson, varastjórn (nýr)

Undir önnur mál kom fram uppástunga frá Sigtryggi (XXX) um að skráð gögn sjóðsins yrðu geymd í Borgarskjalasafni Reykjavíkur. Stjórnin tekur það mál til athugunar.

Björn Ástmundsson spurði hvernig hægt væri að gerast félagi í SSVR. Aðgengi að umsókn er að finna á heimasíðu sjóðsins. Formaður þakkaði Birni spurninguna og bað hann hjálpar ásamt öðrum fundarmönnum í öflun nýrra félaga. Var því vel tekið.

Formaður þakkaði síðan þeim tíu, sem sáu sér fært að sækja fundinn, fundarsóknina og aðstöðu og veitingar í Perlunni og sleit síðan fundi um kl.18:15.